Hönnun innanrýmis

Skoðaðu C40 Recharge nánar að innan.

Sýn ökumanns Volvo C40 Recharge á stýri og miðjuskjá.
Haganlega hönnuð framsætin í Volvo C40 Recharge.

Helstu hönnunareinkenni

Ekkert leður í innra rými í Volvo C40 Recharge.

Ekkert leður

Við hönnun á innanrými C40 Recharge var ekki notað leður og leitast við að skapa glæsilegt umhverfi með ábyrgri nálgun.

Volvo C40 Recharge með áklæðum og teppum að hluta úr endurunnu efni.

Gólfáklæði úr endurunnu efni

C40 Recharge fæst með áklæðum sem eru að hluta úr endurunnu efni – og býður þannig upp á sjálfbærari valkost auk þess sem þau kallast fallega á við aðra hönnunareiginleika innanrýmisins.

Farþegarými með baklýsingu í Volvo C40 Recharge

Baklýstar skreytingar

Hönnun innanrýmisins sækir innblástur til landslagsins og miðar að því að skapa náttúrulega, róandi birtu og nútímalegt andrúmsloft með hálfgagnsæjum, baklýstum skreytingum.

Þakgluggi á Volvo C40 Recharge.

Náttúruleg birta og þægindi

Þakglugginn, sem er staðalbúnaður, er með lagskiptu, lituðu gleri sem ver sérlega vel gegn glömpum og útfjólubláum geislum. Einnig skapar hann ferskara og náttúrulegra umhverfi í farþegarýminu, tryggir þægilegt hitastig og stuðlar að hljóðlátari akstri.

Þægileg farþegasæti í Volvo C40 Recharge.

Þægindi í farþegarými

C40 Recharge sækir innblástur í skandinavíska fagurfræði þar sem saman fara virkni, einfaldleiki og handverk. Þægilegt, róandi og haganlega hannað farþegarýmið er með fáguðum sætum í hárri stöðu og viðbragðsgóðu stýri sem stuðlar að betri stjórn og meiri þægindum við akstur.

Geymslupláss í farþegarými Volvo C40 Recharge.

Handhæg geymslusvæði í farþegarými

Innra rýmið býður upp á handhægar geymslulausnir fyrir vatnsflöskur, íþróttatöskur, síma, fartölvur, skyndibita og margt fleira.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.

Google, Google Play og Google Maperu vörumerki Google LLC.